Sturtuferð með kræsingum

Ljósmynd/Unsplash

Eftir sumarbrölt og afslöppun geta verið mikil viðbrigði að byrja aftur fulla vinnuviku. Einn mesti lúxus haustsins er að fara í heita og langa sturtu eftir fyrstu erfiðu vinnudagana og fyrir utan að vatn er eitthvað svo ótrúlega heilandi er hægt að dekra við sig og líða eins og nýrri manneskju.

1. Það besta við sturtu er að þar má gera allt í einu, líka þrífa farða. Hafið með ykkur þvottapoka og hreinsivöru fyrir andlit sem má nota bæði fyrir andlit og augu í einu, gott er að nota við einhvers konar gelhreinsivöru í sturtu sem freyðir vel. Bioderma á þar mjög góða vöru sem er líka gædd þeim kosti að vera létt og mild, úr línu þeirra sem ætluð er viðkvæmri húð og húð með rósroða, Sensibio. Gel moussant-hreinsigelið þeirra er þægilegt að maka framan í sig og það rífur ekki í húðina heldur róar frekar. Farið vel yfir með grófum þvottapoka.

2. Þeir sem fara oft í sund og sturtu, og raunar allir, þurfa að huga að því að sturtusápan þurrki ekki húðina um of, hún er mjög óþægileg tilfinningin að líða eins og maður þurfi strax að bera á sig extra feitt húðkrem eftir að komið er úr sturtu.

Nærandi sturtusápa er lykilatriðið og eitt af meistarastykkjum í þeim efnum er Douche Mirific-sturtusápan frá Guinot. Sápan er meðal annars unnin úr kókoshnetum og olíu ástaraldins sem skýrir af hverju húðin verður hrein og mjúk í senn. 

3. Ef andlitshúðin þarf extra hreinsunar við er gott að nýta tækifærið og setja smá skrúbb í andlitið en athugið að ekki er vænlegt að nota andlitsskrúbb oftar en 1-2 í viku, og jafnvel sleppa ef húðin er viðkvæm. Önnur mjög góð vara frá Guinot er mildur skrúbbur, Gommage Éclait Parfait, sem hentar öllum húðgerðum. Frábært að nota í sturtu enda á að bera skrúbbinn á raka húð, háls og andlit, með hringlaga hreyfingum.

4. Eftir sturtuna er uppáhaldsskref margra; að bera á sig gott krem eða olíu. Með hárið tandurhreint er frekar leiðinlegt að klína óvart einhverju slíku í það og því er hárhandklæði snilld heimsins. Meraki er með eitt sem er bæði falleg munaðarvara á baðherberginu og þægilegt í notkun. Það er svolítið skrýtið með þessi hárhandklæði, en það er eiginlega engin leið að hætta að nota það ef maður venur sig á það einu sinni. 

6. Með hárhandklæði eða þá gott hárband er hægt að byrja að maka á sig lúxus. Eflaust hafa allir sínar hugmyndir hvað er góð „spa-lykt“ en Smartlandi finnst birkiolían frá Dr. Hauschka, Birch Arnica Energising Body Oil, vera með þessa „spa-lykt“ sem margir sækjast eftir. Svo er bara eitthvað dásamlegt við það að bera hrein lífræn innihaldsefni á húðina. 

7. Eftir svona fíneríissturtu er upplagt að slaka á með rakamaska, léttan eða meira uppbyggjandi fyrir fínar línur. Einn þeirra æðislegri er Revitalising facial mask, anti-age frá Meraki en hann kemur stakur í pakka. Eftir að liggja með hann í 30 mínútur, með tærnar upp í loft og góða tónlist má fjarlægja maskann varlega af og maka því sem eftir er af honum inn í húðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál