Inga er hætt að skæla og mætt aftur í jakkann

Inga Sæland heimsótti skrifstofu Smartlands í jakkanum í morgun.
Inga Sæland heimsótti skrifstofu Smartlands í jakkanum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti í bleikum jakka í viðtal til Stefáns Einars Stefánssonar og Andrésar Magnússonar í Dagmálum í vikunni. Jakkanum klæddist hún þegar hún brast í grát í lokakappræðum Ríkisútvarpsins fyrir Alþingiskosningar árið 2017. 

„Ég var í þessum jakka á ögurstundu í síðustu kosningum og hann hefur verið tengdur við að Inga hafi farið að gráta. En Inga er hætt að skæla, yfir pólitík að minnsta kosti. Ég veit alveg hvernig þetta virkar, það er ekkert að marka þetta lið hvort sem er. Það hefur ekkert upp á sig að brotna niður í beinni,“ segir Inga í samtali við Smartland.

Jakkinn er fagur bleikur og frá merkinu Gerry Weber sem fæst í versluninni Laxdal. Inga segir að sér líði mjög vel í jakkanum og hún velji oft föt sem henni líði þægilega í. Í kosningabaráttunni hefur hún gripið í gamlar flíkur í skápnum en stefnir á að kaupa sér nýtt dress fyrir lokasnúning baráttunnar.

„Við erum að loka hringnum og nú er Inga reynslunni ríkari,“ segir Inga.

Inga er gestur Stefáns Einars og Andrésar þætti Dagmála sem fer í loftið á morgun, miðvikudag.

Inga Sæland, eftir að þátturinn kláraðist árið 2017.
Inga Sæland, eftir að þátturinn kláraðist árið 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Inga Sæland kaus einnig í jakkanum á kjördag 28. október …
Inga Sæland kaus einnig í jakkanum á kjördag 28. október 2017. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál