Mætti í bleikum flauelsjakka

Daniel Craig í bleikum flauelsjakka og með þverslaufu.
Daniel Craig í bleikum flauelsjakka og með þverslaufu. AFP

Flauelsjakkar eru að ryðja sér til rúms í herratískunni í ár og fór það ekki framhjá neinum sem fylgdist með fréttum af frumsýningu Bond-myndarinnar No Time to Die en Daniel Craig bar af í bleikum flauelsjakka. Þá hefur Vilhjálmur prins ítrekað klæðst svörtum flauelsjakka við fínni tækifæri að undanförnu. 

Jakki Daniels Craigs hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um djarft litavalið. Margir vilja meina að aðeins Bond sjálfur geti komist upp með að mæta í bleikum jakka. Jakkinn umtalaði var hannaður sérstaklega fyrir Craig og er frá breska merkinu The Anderson & Sheppard í Mayfair í London.

Daniel Craig bar af í bleikum flauelsjakka við svartar buxur …
Daniel Craig bar af í bleikum flauelsjakka við svartar buxur og með þverslaufu. AFP
Leikstjórinn Cary Joji Fukunaga var í svörtum flauelsjakka.
Leikstjórinn Cary Joji Fukunaga var í svörtum flauelsjakka. AFP
Vilhjálmur prins hefur sést mikið í svörtum flauelsjakka upp á …
Vilhjálmur prins hefur sést mikið í svörtum flauelsjakka upp á síðkastið. AFP
Breski leikarinn Rory Kinnear lét ekki sitt eftir liggja og …
Breski leikarinn Rory Kinnear lét ekki sitt eftir liggja og mætti í eldrauðum flauelsjakka. AFP
Leikarinn Jeffrey Wright mætti í dökkgrænum flauelsjakka.
Leikarinn Jeffrey Wright mætti í dökkgrænum flauelsjakka. AFP
Flauelið hefur verið að ryðja sér til rúms í herratískunni …
Flauelið hefur verið að ryðja sér til rúms í herratískunni að undanförnu. Bandaríski leikarin Jason Sudeikis mætti í bláum flauelsjakkafötum á Emmy verðlaunahátíðinni á dögunum. AFP
mbl.is