Fallegust þegar hún er glöð!

Jóhanna Vigdís Arnardóttir.
Jóhanna Vigdís Arnardóttir.

Jóhanna Vigdís er að æfa fyrir tónleikana „Sendið inn dívurnar“ sem haldnir verða í Salnum Kópavogi í október.

„Þar ætlum við söng- og leikkonurnar Margrét Eir, Sigga Eyrún, Þórunn Lár og ég ásamt Kjartani Valdemarssyni að syngja nokkur vel valin söngleikjalög. Þetta verður alveg hrikalega gaman. Svo er ég að vinna á menntasviði Samtaka iðnaðarins og er bara svo heppin að fá að syngja og leika stundum með þeirri vinnu. Ég verð að játa að mér finnst það alveg nauðsynlegt ef ég á að „fúnkera“ í lífinu.“

Er viðskiptastjóri Félags íslenskra snyrtifræðinga

Hvað getur þú sagt mér um vinnu þína með félagi snyrtifræðinga?

„Ég er viðskiptastjóri Félags íslenskra snyrtifræðinga hjá Samtökum iðnaðarins og það er í nógu að snúast hjá þeim. Félagið er einmitt að fara af stað með smá herferð til að hvetja neytendur til þess að velja snyrtistofur þar sem löggiltir snyrtifræðingar starfa undir yfirskriftinni „Fagleg og lögleg“. Þetta er mikið öryggismál fyrir viðskiptavini og í rauninni alveg galið ef fólk spáir ekki í það að sú/sá sem veitir þeim meðferð sé með tilhlýðilega menntun.“

Hvaða krem notarðu á húðina sjálf?

„Mér finnst voðalega þægilegt að hafa þetta sem einfaldast og vera ekkert að flækja hlutina. Ég nota Chanel, bæði krem og snyrtivörur.

Eftir sturtuna á morgnana nota ég Le Lift lotion, set síðan Blue Serum og enda á Camellia Water Cream.“

Le Lift lotion algjört undraandlitsvatn

Hvaða fimm förðunarvörur eru i uppáhaldi hjá þér?

„Le Lift lotion er algjört undraandlitsvatn sem þéttir húðina og maður verður bókstaflega háður því.

Le Correcteur-hyljarinn gerir kraftaverk.

Le Volume de Chanel-maskarinn er bara bestur. Ég reyni stundum að svíkja lit og prófa einhverja aðra maskara, en enda alltaf aftur á Le Volume.

Stylo Ombre et Contour er nýjasta æðið mitt. Þetta eru mjúkir, þykkir blýantar sem eru frábærir í að skyggja augun.

Bronzing gel frá Sensai er æðislegt fyrir frísklega og náttúrulega húð á sumrin.“

Mælir með Gabrielle-varalitnum frá Chanel

Hver er uppáhaldsvaraliturinn?

„Það eru svo margir, en klassískur rauður er alltaf flottur. Sem dæmi Gabrielle frá Chanel. Þetta er farið að verða eins og auglýsing fyrir Chanel, en ég sver að ég er því miður ekki kostuð af þeim!“

Notarðu farða daglega?

„Ekki á sumrin, en á veturna nota ég farða daglega og þá já, þú átt kollgátuna, frá Chanel! Nánar tiltekið Ultra Le Teint Velvet.“

Hvað með kvöldrútínuna – að hreinsa húðina áður en þú ferð að sofa?

„Það er mjög mikilvægt að hreinsa húðina vel eftir daginn hvort sem maður hefur notað farða eða ekki og eftir því sem maður eldist er þetta meira aðkallandi. Ég nota L‘Huile Démaquillante Anti Pollution-olíu og enda svo á Le Lift Masque de Nuit Récupérateur, sem er enn eitt undraefnið frá Chanel.“

Nostrar vanalega meira við augun en varirnar

Hvort leggur þú meiri vinnu í varir eða augu þegar þú ert að fara út?

„Ég hef yfirleitt nostrað meira við augun en varir hingað til, en nýlega fór ég að fá æði fyrir því að hafa augun mjög einföld. Með sem dæmi gylltum skugga ásamt svörtum eyeliner, í stíl við rauðar varir. Þetta finnst mér mjög fallegt við einfaldan svartan kjól.“

Hvað er besta leynitrixið sem þú kannt í förðun?

„Að vera glöð – þá er ég fallegust!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »