Mætti í buxum og kjól

Emma Watson var í hvítum kjól en líka í svörtum …
Emma Watson var í hvítum kjól en líka í svörtum buxum. AFP

Harry Potter-stjarnan Emma Watson vakti athygli á græna dreglinum á Earths­hot-verðlaunahátíðinni í London um helgina. Watson var ekki bara í hvítum kjól heldur einnig í svörtum buxum. Fötin voru umhverfisvæn í anda verðlaunanna. 

Watson klæddist hönnun Harris Reed en hönnuðurinn leggur áherslu á kynlaus föt í stað þess að hanna föt fyrir konur annars vegar og karla hins vegar. 

Hvíti tjull kjóllinn leit út fyrir að vera glænýr kjóll af tískupallinum en var í rauninni búinn til úr tíu hvítum og notuðum brúðarkjólum að því fram kemur á vef Daily Mail. Það voru fleiri andstæður en í svarta og hvíta litnum í fötum Watson. Hún tónaði rómantíkina niður með því að klæðast svörtum útvíðum buxum og svörtum þykkbotna strigaskóm við kjólinn. 

Emma Watson sýndi svörtu buxurnar á græna dreglinum.
Emma Watson sýndi svörtu buxurnar á græna dreglinum. AFP
Hvítt og svart.
Hvítt og svart. AFP
mbl.is