Carrie Bradshaw mun trylla tískugellur heimsins

Skjáskot/Youtube

Allt áhugafólk um tísku bíður í ofvæni eftir þáttunum And Just Like That en þættirnir fjalla um vinkonurnar úr Beðmálum í borginni. Þættirnir verða frumsýndir í Bandaríkjunum í næstu viku. Í vikunni kom fyrsta stiklan út og þar mátti að sjálfsögðu sjá vinkonurnar í einstaklega smekklegum fötum. 

Það eru 11 ár síðan síðasta kvikmyndin með vinkonurnar birtist á hvíta tjaldinu. Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristina Davis snúa aftur sem Carrie, Charlotte og Miranda. Kim Cattrall er hins vegar ekki í hlutverki Samönthu. Chris Noth leikur Mr. Big eins og áður. 

Tískan er líka í aðalhlutverki og þar er páfuglinn Carrie skrautlegust. Í stiklunni má sjá Carrie ásamt vinkonum sínum tveimur í mynd með hatt og rauða fjöður. Á myndinni er Charlotte í bleikri fágaðri skyrtu eins og hún er vön. Miranda er hins vegar í litríkum kjól. 

Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir þættina sem allir eru að bíða eftir. mbl.is