Giftist Assange í pönkaralegum búðarkjól í fangelsi

Stella Moris á leið í brúðkaup sitt og Julian Assange.
Stella Moris á leið í brúðkaup sitt og Julian Assange. AFP/JUSTIN TALLIS

Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­leaks, gekk í hjónaband með unnustu sinni og barnsmóður, Stellu Moris, í bresku fangelsi í dag. Moris var í glæsilegum brúðarkjól þrátt fyrir napurlegar aðstæður brúðkaupsins. 

Assange og Moris tilkynntu um trúlofun sína í nóvember og fengu þau leyfi til þess að ganga í hjónaband í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum. Moris er á fertugsaldri á tvo unga syni með Assange. Gestum var gert að yfirgefa fangelsið eftir trúlofunina. 

Moris var mynduð á leiðinni í fangelsið en hún klæddist hönnun Vivienne Westwood. Westwood sem er þekkt fyrir pönkaðan stíl hefur studd Assange lengi og var því kjólavalið við hæfi. Handskrifuð orð voru skrifuð á slör Moris. Brúðurin er af skoskum ættum og komu skotapils við sögu í brúðkaupinu eins og hefð er fyrir. 

Stella Moris á tvo syni með Julian Assange. Hér er …
Stella Moris á tvo syni með Julian Assange. Hér er er hún stödd á hótelherbergi fyrir athöfnina. AFP/ DYLAN MARTINEZ
Stella Moris í brúðarkjól frá Vivienne Westwood.
Stella Moris í brúðarkjól frá Vivienne Westwood. AFP/ JUSTIN TALLIS
Stella Moris á leiðinni í brúðkaupið.
Stella Moris á leiðinni í brúðkaupið. AFP/JUSTIN TALLIS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál