Ástfangin í hvítum ermalausum bol

Jessica Biel var sumarleg á frumsýningu Candy. Hér er hún …
Jessica Biel var sumarleg á frumsýningu Candy. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Justin Timberlake. AFP

Leikkonan Jessica Biel mætti á rauða dregilinn í vikunni í öllu hvítu. Biel var greinilega í sumarskapi og var bolurinn sem hún var í ermalaus og í styttri kantinum. Flottasti aukahluturinn hennar var eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Justin Timberlake. 

Hvíti magabolurinn sem Biel sýndi stælta handleggina í er frá Hanes x Karla Welch. Við bolinn var hún í hvítum buxum frá ítalska hönnuðinum Giambattista Valli. Buxurnar voru háar í mittið svo það fór lítið fyrir magabolnum. Buxurnar voru útvíðar og síðar þannig að ekki sást í skó Hollywood-stjörnunnar. Hún var með fallegt gyllt skart við hvítu fötin. 

Buxurnar voru síðar og útvíðar.
Buxurnar voru síðar og útvíðar. AFP

Timberlake mætti eiginkonu sinni til stuðnings og virtust þau ástfangin eins og alltaf. Hjónin sem eiga tvö börn fögnuðu nýverið tíu ára brúðkaupsafmæli. Tónlistarmaðurinn var ekki eins sumarlegur og eiginkona sín en fínn var hann þó. Hann var í töff jakkafötum. Jakkinn var hnepptur til hliðar en ekki fyrir miðju eins og hefðbundin jakkaföt. 

Justin Timberlake var ekki sumarlegur en þó í flottum jakkafötum.
Justin Timberlake var ekki sumarlegur en þó í flottum jakkafötum. AFP
Flott í magabol.
Flott í magabol. AFP
mbl.is