Adidas X Gucci línan loksins komin á markað

Það ætti að vera mun auðveldara að ná árangri á …
Það ætti að vera mun auðveldara að ná árangri á tennisvellinum í svona klæðnaði.

Það er til fólk sem dýrkar íþróttamerkið Adidas og það er líka til fólk sem dýrkar hönnun ítalska tískuhússins Gucci. Hingað til hafa þessir tveir hópar ekki átt margt sameiginlegt en það gæti þó breyst. Sérstaklega eftir að fyrirtækin tvö leiddu saman hesta sína með tískulínunni Adidas X Gucci. Línan er mætti í verslanir heimsins en rétt í þessu barst tölvupóstur frá breska móðurskipinu Selfridges þess efnis að tískudívur heimsins gætu bókað tíma í mátun. 

Fólk getur náttúrlega bókað tíma og pantað svo flug til Lundúna með Iclendair eða Play en það má líka skoða myndirnar og láta sig dreyma. Sjá sjálfan sig fyrir sér á heitum sumardegi í bleikum strigaskóm með grænu hælstykki eða í stuttbuxum og með svitaband eins og tennisstjörnur fortíðarinnar klæddust í gamla daga.

Sjöundi, áttundi og níundi áratugurinn mætast í hönnuninni sem þykir frískleg og spennandi. Þar er til dæmis að finna bleikan samfesting með grænum og rauðum röndum í Gucci stíl. Og líka Grænan stuttan samfesting með bláum og rauðum Gucci röndum. Yfirhönnuður Gucci Alessandro Michele segir að línan muni spila á strengi í hjörtum fólks sem minnir á fyrri tíma. Það kemur ekki á óvart því það er ákveðin fortíðarþrá yfir línunni sem sumir sakna. Sérstaklega þeir sem voru einu sinni ungi og frískir en eru nú markeraðir af lífinu. 

Það væri ekki amalegt að mæta í ræktina í svona …
Það væri ekki amalegt að mæta í ræktina í svona samfestingum.
Hönnuðuður Gucci er mikill aðdáandi Adidas og er mjög spenntur …
Hönnuðuður Gucci er mikill aðdáandi Adidas og er mjög spenntur fyrir samstarfinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál