Glitti í geirvörtuna í beinni útsendingu

Ekin-Su og Davide eru sigurvegarar Love Island.
Ekin-Su og Davide eru sigurvegarar Love Island. Skjáskot/YouTube

Nýkrýndir sigurvegarar raunveruleikaþáttanna Love Island, turtildúfurnar Ekin-Su Culculoglu og Davide Sanclimenti, mættu í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í spjallþættinum Loose Woman eftir sigurinn og ræddu fyrstu kynnin og framtíðina sem par. Það sem vakti mesta athygli áhorfenda var önnur geirvartan á Culculoglu sem var hársbreidd frá því að poppa upp úr kjólnum.

„Ég held að geirvartan á henni sé að springa út,“ skrifaði aðdáandi parsins á Twitter þar sem umræðan um geirvörtuna hófst. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

„Óska þess að einhver segi Ekin-Su frá því að geirvartan á henni sé úti í beinni útsendingu í sjónvarpinu,“ skrifaði annar. Stóra geirvörtumálið varð að alvöruumræðuefni sem mörgum fannst þeir verða að tjá sig um.

Óheppilegt    

Parið býr yfir miklum þokka og er bersýnilega í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum Love Island. 

„Dragðu nú kjólinn upp elskan, gervibrjóstin þín eru að springa út í beinni,“ sá einn aðdáandi parsins sig knúinn til að tísta.

Þrátt fyrir vesenið á geirvörtunni var Culculoglu stórglæsileg að vanda og mætti í rauðum kjól og fallegum hælaskóm við. Sjarmatröllið Sanclimenti var lágstemmdari í fatavali þar sem hvít skyrta, gráar buxur og hvítir strigaskór urðu fyrir valinu.

Hér að neðan má sjá viðtalið við þau Ekin-Su Culculoglu og Davide Sanclimenti í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál