Glitti í geirvörtuna í beinni útsendingu

Ekin-Su og Davide eru sigurvegarar Love Island.
Ekin-Su og Davide eru sigurvegarar Love Island. Skjáskot/YouTube

Nýkrýndir sigurvegarar raunveruleikaþáttanna Love Island, turtildúfurnar Ekin-Su Culculoglu og Davide Sanclimenti, mættu í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í spjallþættinum Loose Woman eftir sigurinn og ræddu fyrstu kynnin og framtíðina sem par. Það sem vakti mesta athygli áhorfenda var önnur geirvartan á Culculoglu sem var hársbreidd frá því að poppa upp úr kjólnum.

„Ég held að geirvartan á henni sé að springa út,“ skrifaði aðdáandi parsins á Twitter þar sem umræðan um geirvörtuna hófst. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

„Óska þess að einhver segi Ekin-Su frá því að geirvartan á henni sé úti í beinni útsendingu í sjónvarpinu,“ skrifaði annar. Stóra geirvörtumálið varð að alvöruumræðuefni sem mörgum fannst þeir verða að tjá sig um.

Óheppilegt    

Parið býr yfir miklum þokka og er bersýnilega í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum Love Island. 

„Dragðu nú kjólinn upp elskan, gervibrjóstin þín eru að springa út í beinni,“ sá einn aðdáandi parsins sig knúinn til að tísta.

Þrátt fyrir vesenið á geirvörtunni var Culculoglu stórglæsileg að vanda og mætti í rauðum kjól og fallegum hælaskóm við. Sjarmatröllið Sanclimenti var lágstemmdari í fatavali þar sem hvít skyrta, gráar buxur og hvítir strigaskór urðu fyrir valinu.

Hér að neðan má sjá viðtalið við þau Ekin-Su Culculoglu og Davide Sanclimenti í heild sinni.

mbl.is