Ofurfyrirsæta klippti sig sjálf með eldhússkærunum

Fyrirsætan Emily Ratajkowski.
Fyrirsætan Emily Ratajkowski. AFP

Fyrirsætan Emily Ratajkowski deildi myndskeið af því á dögunum þegar hún klippti sjálf á sér hárið inni á baðherbergi heima hjá sér. Ratajkowski virtist óhrædd við að fara með sjálf með skærin í hárið á sér til að stytta toppinn.

„Allt í lagi! Við erum á leiðinni á ströndina og mig langar að laga hárið á mér fyrst,“ sagði fyrirsætan sem stóð inni á baðherbergi í rauðu bikiníi, með skærin í höndunum, á meðan hún tók upp myndskeiðið. Síðar deildi hún því með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum TikTok en Ratajkowski er með 1,5 milljón fylgjenda á miðlinum.

@emrata

I know you cant tell a difference at the end 🤦‍♀️

♬ original sound - Emrata

„Ég hef klippt á mér hárið áður en þetta er ekki alveg mitt besta verk,“ viðurkenndi Ratajkowski sem hafði klippt örlítið af hársíddinni við toppinn með eldhússkærunum.

Einkasonur Ratajkowski, hinn fimm mánaða gamli Sylvester Apollo Bear, lét aðeins í sér heyra á meðan mamma hans snyrti á sér hárið svo gera þurfti hlé á hárgreiðsluleiknum.

Sylvester litla á Ratajkowski með eiginmanni sínum til fjögurra ára, Sebastian Bear-McClard, en háværar sögusagnir hafa verið á kreiki um yfirvofandi skilnaði þeirra eftir að upp komst um framhjáhald hans.

mbl.is
Loka