Harry Styles - fötin og kynhneigðin

Harry Styles vakti mikla athygli fyrir frjálslegan klæðaburð á Grammy …
Harry Styles vakti mikla athygli fyrir frjálslegan klæðaburð á Grammy verðlaununum. AFP

Harry Styles hefur vakið mikla athygli fyrir djarfan fatastíl sem gengur þvert á staðlaðar hugmyndir um karla- og kventísku. Óræðni ræður þar ríkjum rétt eins og sú óræðni sem ríkir um kynhneigð hans en sjálfur hefur hann ekki sett merkimiða á kynhneigð sína. 

Fetar í fótspor Bowie 

Styles blandar saman pilsum, fjöðrum, pallíettum við karllegri klæðnað eins og buxur og axlabönd og hikar ekki við að hafa naglalakk ef svo ber undir. Þarna fetar hann í fótspor stjarna á borð við Mick Jagger og David Bowie. 

Að notfæra sér hinsegin menningu?

Þrátt fyrir að honum sé fagnað fyrir að vera jákvæð fyrirmynd fyrir ungt fólk þar sem það er hvatt til þess að vera það sjálft þá hefur hann líka fengið á sig gagnrýni. Margir segja að hann sé að notfæra sér tísku hinsegin heimsins til þess að afla sér vinsælda og tekna án þess þó að vilja tilheyra hinsegin heiminum að fullu (svo kallað „queerbaiting“). Aðrir segja að það sé ósanngjarnt að ætlast til þess að einhver stimpli sig með einum eða öðrum hætti bara til þess að réttlæta ákveðna tjáningu kyns eða listar. 

Hlúir að andlegri heilsu

Í viðtali við Rolling Stone viðurkenndi Styles að fara reglulega sálfræðimeðferð. „Ég skuldbatt mig til þess að fara einu sinni í viku. Ég hugsaði að þar sem ég fæi líkamann dag hvern og hugsa vel um hann, afhverju ætti ég ekki að gera slíkt hið sama fyrir hugann?“

Hættur að afsaka sig

Í meðferðinni þurfti Styles meðal annars að takast á við skömmina sem fylgdi því að vera stöðugt undir smásjá almennings frá unga aldri. „Allir eru að pæla í kynlífinu manns á þeim tíma sem maður sjálfur er rétt að byrja að prófa sig áfram,“ segir Styles sem er nú hættur að reyna að afsaka sig. 

Söngvarinn Harry Styles
Söngvarinn Harry Styles Ljósmynd/Instagram
Harry Styles í myndatöku fyrir tímaritið Rolling Stone.
Harry Styles í myndatöku fyrir tímaritið Rolling Stone. Skjáskot/Instagram
Harry Styles í fallegum sokkabuxum í tímaritinu Rolling Stone.
Harry Styles í fallegum sokkabuxum í tímaritinu Rolling Stone. Skjáskot/Instagram
mbl.is