„Fínar línur og hrukkur verða minna sýnilegar“

Bláa Lónið fagnar nú nýrri viðbót, BL+ The Cream, við BL+ húðvörulínuna sem kom á markað árið 2021 og hlotið hefur frábærar viðtökur bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Fyrstu vörurnar BL+ The Serum og BL+ Eye Serum hafa þegar hlotið fjölda viðurkenninga hjá til dæmis Elle Green Beauty Star, verið valinbesta varan gegn öldrun húðar í flokki umhverfisvænna húðvara frá Good Housekeeping og New Beauty Awards, þar var BL+ Eye Serum var valið sem besta augnvaran 2022.

BL+ húðvörulínan inniheldur BL+ COMPLEX sem er afrakstur 30 ára rannsóknarvinnu á einstökum jarðsjó Bláa Lónsins sem á uppruna sinn á 2.000 metra dýpi á jarðhitasvæðinu í Svartsengi á Reykjanesi. Jarðsjórinn er dýrmæt uppspretta steinefna sem endurnæra húðina. BL+ COMPLEX er byltingarkennt innihaldsefni sem byggir á einkaleyfi Bláa Lónsins á lífvirkum örþörungum og kísil sem finnst í jarðsjónum. Innihaldsefnið er einstakt á heimsvísu og finnst einungis í BL+ vörum en náttúruleg fosfólípíðferja er notuð til þess að koma einstakri blöndu af örþörungum og kísil djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. BL+ COMPLEX vinnur þannig gegn öldrun húðarinnar með því að vernda kollagenbirgðir, örva nýmyndun kollagens og styrkja náttúrulegt varnarlag hennar. 

„Í dag fögnum við komu BL+ The Cream á markað stuðlar að heilbrigði húðarinnar og er einstaklega ríkt krem sem nærir, veitir raka, fyllingu og færir henni aukinn ljóma. Húðin verður þéttari ásamt því að fínar línur og hrukkur verða minna sýnilegar. Klínískar rannsóknir á virkni vörunnar sýna fram á 97% notenda sjá sýnilegan mun á húð sinni, hún sé bæði jafnari og þéttari,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins.

Örþörungar sem eru eitt af aðalinnihaldsefninu í BL+ COMPLEX eru unnir úr jarðsjónum og ræktaðir í rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins. Þar er náttúrulegt jarðgas (CO2), sem fellur til við orkuvinnslu á svæðinu, nýtt til að fóðra ljóstillífandi örþörungana. Þannig er hægt að binda koltvísýring sem að öðrum kosti myndi losna út í andrúmsloftið. Er þessi brautryðjandi lausn einn liður í vegferð Bláa Lónsins til að útrýma kolefnisspori fyrirtækisins.Við hönnun vörulínunnar er lögð áhersla á virkni, hreinleika, gæði og umhverfsivænar leiðir. 

Húðvörulínan hefur hlotið verðskuldaða athygli og mikinn áhuga erlendis. Meðal samstarfsaðila til dæmis í Bandaríkjunum, má nefna Onda Beauty sem var stofnað af leikkonunni og frumkvöðlinum Naomi Watts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál