Fékk eyrnalokkana að gjöf frá drottningunni

Meghan var með demants og perlueyrnalokka sem drottningin gaf henni …
Meghan var með demants og perlueyrnalokka sem drottningin gaf henni árið 2018. ADAM GERRARD

Meghan, hertogaynja af Sussex, var með með perlu- og demantseyrnalokka sem Elísabet II. Bretadrottning gaf henni við útför drottningarinnar. Drottningin gaf henni lokkana árið 2018 þegar þær fóru saman í verkefni í fyrsta skipti.

Kjóllinn sem Meghan klæddist var líka táknrænn en hann er frá Stellu McCartney. Hertogaynjan valdi auðvitað svart fyrir útförina, en hún á eins kjól í dökkbláum lit. Honum klæddist hún á tónleikum í Royal Albert Hall í apríl 2018 sem haldnir voru í tilefni af 92 ára afmæli drottningarinnar.

Meghan var aðeins með eyrnalokkana og ekkert hálsmen. Við kjólinn frá Stellu McCartney var hún í svörtum hælaskóm og sokkabuxum. Hún var svo með hatt sem passaði einstaklega vel við kjólinn.

Meghan, lengst til hægri, ásamt Katrínu prinsessu og börnum hennar, …
Meghan, lengst til hægri, ásamt Katrínu prinsessu og börnum hennar, Georgi og Karlottu. PHIL NOBLE
Meghan var með svartan hatt sem fór vel við kjólinn.
Meghan var með svartan hatt sem fór vel við kjólinn. SARAH MEYSSONNIER
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál