„Aflitaðar augabrúnir og dökkar varir inn í haust“

Salka Bernharð Guðmundsdóttir er 22 ára Keflavíkurmær með brennandi áhuga …
Salka Bernharð Guðmundsdóttir er 22 ára Keflavíkurmær með brennandi áhuga á förðun.

Salka Bernharð Guðmundsdóttir er 22 ára Keflavíkurmær með einstakt auga fyrir fallegri förðun, en hún útskrifaðist sem förðunarfræðingur frá Make Up Studio Hörpu Kára árið 2019. Salka hóf nýlega nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, en samhliða því starfar hún við förðun. Við fengum að skyggnast ofan í snyrtibuddu Sölku sem deildi með okkur skemmtilegum ráðum. 

Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„Ég byrjaði almennilega að mála mig svona um 13 til 14 ára aldurinn, en fyrir það stalst ég alltaf í snyrtidótið hennar mömmu.“

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Í rauninni mála ég mig alls ekki daglega og elska að vera ómáluð. En ef ég mála mig þá skelli ég á mig hyljara, púðri, sólarpúðri, kinnalit, augabrúnalit og maskara. Í augnablikinu er ég að elska skyggingarvöruna Hollywood Contour Wand frá Charlotte Tilburry ásamt kinnalitnum Beauty Light Wand frá sama merki í litnum Pinkgasm. Þeir eru mjög auðveldir í notkun og það tekur enga stund að blanda þeim á húðina.“

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Ég elska að setja á mig eyeliner eða aðeins dekkri augnförðun þegar ég er að fara eitthvað fínt. Ég geri oftast brúnan eða svartan „smokey“ eyeliner með annað hvort svokölluðum „kohl“ augnblýant eða penna, svo hef ég húðina oftast ljómandi og nota mikið af kremvörum. Ég elska að undirbúa húðina vel með serumi og rakakremi áður en ég byrja að mála mig þar sem ég hef tekið eftir því hvað það er mikilvægt upp á það að förðunin endist vel. Uppáhaldsfarðinn minn þegar ég er að fara eitthvað fínt er All Hours-farðinn frá YSL, en hann endist vel og er með frábæra þekju.“

View this post on Instagram

A post shared by SALKA (@salkabernhard)

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég nota hayluronic sýru tvisvar á dag og salicylic sýru einu sinni í viku þar sem ég er með mjög viðkvæma og þurra húð. Ég passa alltaf að setja gott rakakrem, en svo hefur Cicaplast Baume b5 frá La Roshe-Posay algjörlega bjargað húðinni minni. Ég á það til að vera í vandræðum með mikið af þurrki og finnst því gott að bera svolítið þykkt lag af kreminu fyrir svefninn, en þá verður húðin eins og ný þegar maður vaknar.“

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig til?

„Dagsdaglega tekur það um það bil 30 mínútur, en ég gef mér alltaf góðan tíma fyrir sérstök tilefni, en þá er ég í um það bil eina til tvær klukkustundir að gera mig til.“

Falleg förðun á Sölku, en hún gerir oft dekkri augnförðun …
Falleg förðun á Sölku, en hún gerir oft dekkri augnförðun þegar hún er að fara eitthvað fínt.

Er eitthvað sem breytist í förðunarrútínunni þegar fer að hausta?

„Það er ekki mikið sem breytist í minni förðunarrútínu fyrir utan það að ég bæti inn meira af rakagefandi vörum og elska að nota þykk rakakrem og olíur. Ég á það til að farða mig aðeins meira á haustin en sumrin, það er kannski helsta breytingin.“

Er eitthvað trend eða snyrtivara sem þú heldur að muni slá í gegn í haust?

„Ég held að aflitaðar augabrúnir og dökkar varir komi sterkt inn í haust.“

Hvað er helst að finna í þinni snyrtibuddu?

„Í snyrtibuddunni minni eru aðallega húðvörur og kremvörur. Ég elska að vinna með kremvörur þar sem þær eru auðveldar í notkun, blandast vel saman og mér finnst þær koma náttúrulega út.“

Augnförðun eftir Sölku.
Augnförðun eftir Sölku.

Uppáhaldssnyrtivara?

„Uppáhaldssnyrtivaran mín er Bare With Me hyljarinn frá NYX. Hann er virkilega náttúrulegur og blandast fallega inn í húðina án þess að lýta út fyrir að vera of mikið. Ég elska að nota hann með litlum hyljarabursta á bera húðina. Ég hef oft verið í vandræðum með að finna hyljara sem blandast jafn vel við húðina og Bare With Me hyljarinn.“

Hvert er þitt uppáhaldsförðunartrend?

„Mitt uppáhaldsförðunartrend í augnablikinu er að setja smá eyeliner í innri krók með skáskornum bursta þegar ég set á mig eyeliner. Það gerir mjög mikið til að klára lúkkið.“

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Mig dreymir um að eignast Natasha Denona augnskuggapalletturnar. Þær hafa alltaf verið á mínum óskalista enda er ótrúlega vel talað um þær.“

Falleg og ljómandi förðun eftir Sölku.
Falleg og ljómandi förðun eftir Sölku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál