Vekur athygli í dramatískri hvítri kápu

Charlene prinsessa var tignarleg í hvítu kápunni.
Charlene prinsessa var tignarleg í hvítu kápunni. AFP

Albert fursti og Charlene prinsessa mættu á dögunum uppáklædd ásamt börnunum sínum til messu í tilefni af þjóðhátíðardegi Mónakó. Mörgum þótti kápa Charlene minna á vissan hátt á prestklæði. 

Charlene prinsessa er alltaf óhrædd við að feta eigin slóðir þegar kemur að tísku. Hún hikar ekki við að klæðast nýjustu tísku eða jafnvel raka af sér hárið ef svo ber undir.

Kápan er afar bein í sniðinu og líkist á vissan …
Kápan er afar bein í sniðinu og líkist á vissan hátt kufli. Svo er skikkja aftan á kápunni. AFP

Stílhrein og engnn kragi

Nú vakti hún athygli fyrir að vera í stórri, skósíðri og skjanna hvítri kápu. Kápan er úr smiðju Akris og þykir afar stílhrein. Það er enginn kragi á henni og engir sjáanlegir hnappar. Innan undir kápunni klæddist Charlene svörtum rúllukragabol og fullkomnaði útlitið með svörtum barðastórum hatti og svörtum leðurhönskum. 

Fjölskyldan er dugleg að láta sjá sig saman eftir erfið …
Fjölskyldan er dugleg að láta sjá sig saman eftir erfið veikindi Charlene prinsessu. AFP

Tvíburarnir voru einnig vel til hafðir. Jacques var klæddur að sið herforingja og Gabriella var í rauðri kápu og bar svartan hatt sem Charlene prinsessa lánaði henni.

Þetta hvíta og svarta dress þótti mjög sérstakt.
Þetta hvíta og svarta dress þótti mjög sérstakt. AFP
Charlene er mikill áhugamaður um tísku og er alltaf glæsileg …
Charlene er mikill áhugamaður um tísku og er alltaf glæsileg til fara. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál