Shygirl í sérhannaðri flík frá 66°Norður

Söngkonan Shygirl í sérhannaðri kápu frá 66°Norður.
Söngkonan Shygirl í sérhannaðri kápu frá 66°Norður.

Söngkonan Shygirl vakti mikla athygli á The Fashion Awards í London þar sem hún kom fram í flík sem er sérhönnuð og framleidd úr yfir 40 Dyngju vestum og úlpum frá 66°Norður. Flíkin var öll framleidd og saumuð á saumastofu 66°Norður í Garðabæ. Um er að ræða samstarfsverkefni milli hönnuða 66°Norður og stílista Shygirl. Flíkin verður til sýnis eftir 15. desember í nýrri verslun 66°Norður í Regent Street í London.

„Það hefur verið frábært að vinna með 66°Norður í þessu verkefni. Hönnunarteymið þeirra skildi nákvæmlega hugmyndina og tók hönnunina í nýjar hæðir. Það var mjög spennandi að koma fram í þessari flottu flík á The Fashion Awards,“ segir Shygirl.

Kei Toyoshima listrænn stjórnandi hjá 66°Norður segir að það hafi mjög verið gaman og mikill heiður að vinna með Shygirl í þessu verkefni.

„Við vinnum að því að fara eins langt og við getum í hönnun. Þessi flík sem hönnuð var fyrir Shygirl fyrir þetta tilefni sýnir hönnunarstyrk 66°Norður. Við vonumst til að vinna að fleiri slíkum hönnunarverkefnum í framtíðinni. Þessi flík setur tóninn fyrir það sem koma skal hjá 66°Norður í London og víðar,“ segir Toyoshima. Þess má geta að hann er ekki bara listrænn stjórnandi hjá 66°Norður því hann er hönnuður herrafata hjá Louis Vuitton. 

Hér er Kei Toyoshima listrænn stjórnandi 66°Norður lengst til hægri …
Hér er Kei Toyoshima listrænn stjórnandi 66°Norður lengst til hægri á myndinni.mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda