„Myndi elska ef 90‘s tískan kæmi fljúgandi aftur“

Birkir Már Hafberg förðunarmeistari segir að förðunartískan 2023 verði litrík …
Birkir Már Hafberg förðunarmeistari segir að förðunartískan 2023 verði litrík og lífleg. Hann segir að eitt af helstu tískustraumum ársins verði að nota eina vöru á kinnar, varir og augu. Samsett mynd

Birkir Már Hafberg förðunarmeistari segir að förðunartískan 2023 verði litrík og lífleg. Hann segir að eitt af helstu tískustraumum ársins verði að nota eina vöru á kinnar, varir og augu. 

„Hver elskar ekki að geta notað eina vöru á allt andlitið til þess að fá heillandi heildarútlit. Þetta „monochrome“ trend er svo hentugt fyrir þá sem vilja létta aðeins á snyrtitöskuna í ferðalaginu. Notið varalit eða kremaðan kinnalit á kinnar, varir og á augun til að fá létta og fallega förðun,“ segir Birkir. 

Hann nefnir einnig nýttvaralitatrix sem mun njóta vinsælda en það gengur út á það að setja á sig varalit og afmá varalitalínuna til að fá skyggða áferð. 

Fólk sem fílar ekki eldrauðar varir gæti fundið sig með …
Fólk sem fílar ekki eldrauðar varir gæti fundið sig með rauðan varalit ef útlína litarins er ekki skörp heldur skyggð.

„Mjúkar línur og „blörraðar“ varir verða málið árið 2023. Hægt er að nota bursta til að mýkja útlínurnar og dreifa litnum fallega út. Rauður varalitur með þessari aðferð klikkar aldrei,“ segir hann en til þess að ná góðri hæfni í þessari tækni eru varirnar varalitaðar með varalit og svo er línan skyggð með eyrnapinna eða varalitabursta. 

Blár Eyeliner

Einn af heitustu tískustraumunum í ár er að vera með bláan eye-liner. 

„Ég elska þettatrend sem poppar auðveldlega upp á hversdagsförðunina. Klassískur spísseyeliner í fallegum lit gerir mjög mikið! Notið einnig sama blýantinn í vatnslínuna ef þú villt taka útlitið upp á næsta stig.“ 

Ef þú ætlar að tolla í tískunni þá fjárfestir þú …
Ef þú ætlar að tolla í tískunni þá fjárfestir þú í bláum augnblýanti og byrjar að æfa þig

„Clean Girl Makeup“

„Ég hef séð þettatrend allsstaðar og það mun klárlega halda sínu striki árið 2023. Þetta útlit gengur út á að draga fram fegurð húðarinnar og hafa augabrúnirnar greiddar. Augun eru svo skyggð mjög létt. Notið léttan farða, nóg af kinnalit og svo þarftu bara augabrúnagel og þú ert klár!

Kremaðir glossar geta farið á varir, í kinnar og líkaáaugnlok …
Kremaðir glossar geta farið á varir, í kinnar og líkaáaugnlok ef þú ert í miklu stuði.

„90‘s Grunge“

„Ég persónulega myndi elska ef 90‘s tískan kæmi fljúgandi aftur í sviðsljósið árið 2023. Prófaðu að spóla aftur í tímann með því að grípa í brúnan varablýant, glimmer gloss og nóg af því,“ segir Birkir. 

Ef þér finnst gott að fela þig á bak við …
Ef þér finnst gott að fela þig á bak við mikinn augnblýant og augnskugga þá er þinn tími kominn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál