KR náði fram hefndum með stæl

Grétar fagnar einu marka KR í leiknum.
Grétar fagnar einu marka KR í leiknum. mbl.is/Ómar

KR mætir FH í úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli 14. ágúst eftir að liðið vann Fram, 4:0, í Vesturbænum í kvöld. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, fékk að líta rauða spjaldið eftir tæplega hálftíma leik og eftir það var ekki að sökum að spyrja. KR-ingar komust fljótlega í 1:0 með marki frá Óskari Erni Haukssyni og Grétar Sigfinnur Sigurðarson bætti við öðru á 58. mínútu. Björgólfur Takefusa gerði svo út um leikinn með tveimur mörkum.

KR náði því fram hefndum með stæl eftir að hafa fallið úr leik í undanúrslitum bikarsins í fyrra gegn Fram. KR-ingar urðu síðast bikarmeistarar árið 2008.

KR: Lars Ivar Moldskred - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Mark Rutgers, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Guðjón Baldvinsson.
Varamenn: Þórður Ingason, Kjartan Henry Finnbogason, Egill Jónsson, Auðunn Örn Gylfason, Hróar Sigurðsson, Gunnar Örn Jónsson, Eggert Rafn Einarsson.

Fram: Hannes Þór Halldórsson - Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Jón Guðni Fjóluson, Samuel Tillen, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Almarr Ormarsson, Tómas Leifsson, Hjálmar Þórarinsson, Joseph Tillen.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Kristinn Ingi Halldórsson, Hlynur Atli Magnússon, Alexander Veigar Þórarinsson, Guðmundur Magnússon, Ívar Björnsson, Jón Orri Ólafsson.

KR 4:0 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið Öruggur og sanngjarn sigur KR-inga í höfn sem áttu auðvelt með að ráða við 10 Framara.
mbl.is

Bloggað um fréttina