Tap í Kasakstan

Hörður Björgvin Magnússon, Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason voru …
Hörður Björgvin Magnússon, Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason voru í liði Íslands gegn Kasakstan. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska 21 árs landsliðið í knattspyrnu beið í dag lægri hlut gegn Kasakstan, 3:2, í Astana í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Kasakar komust í 2:0 á fyrstu tólf mínútum leiksins en Hólmbert Aron Friðjónsson og Hjörtur Hermannsson skoruðu sitt markið hvor eftir rúmlega klukkustundar leik og jöfnuðu metin í 2:2. Þrátt fyrir að hafa misst mann af velli undir lok leiksins tókst heimamönnum þó að tryggja sér sigurinn með marki Stanislavs Lunin á 89. mínútu.

Ísland hefur því áfram 12 stig í 2. sæti riðilsins í undankeppni EM 2015. Stig út úr leiknum hefði verið gríðarlega mikilvægt í baráttunni um að komast í umspil fyrir lokakeppnina. 14 lið komast í umspil, sigurvegararnir í undanriðlunum 10 og svo fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti. Þessi 14 lið keppa svo um sjö laus sæti á EM í Tékklandi, en gestgjafarnir verða þar sem áttunda liðið.

Fylgst var með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.

Byrjunarlið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson (M) - Orri Sigurður Ómarsson, Sverrir Ingi Ingason (fyrirliði), Hjörtur Hermannsson, Hörður Björgvin Magnússon - Jón Daði Böðvarsson, Andri Rafn Yeoman, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Ingvi Traustason - Hólmbert Aron Friðjónsson, Kristján Gauti Emilsson.

Varamenn Íslands: Fredrik August Albrecht Schram (M), Emil Atlason, Árni Vilhjálmsson, Sigurður Egill Lárusson, Tómas Óli Garðarsson, Gunnar Þorsteinsson og Emil Pálsson.

Byrjunarlið Kasakstans: Stas Pokatilov (M) - Dimitri Miroshnichenko, Bakdaulet Kozhabayev, Kirill Passichnik, Abzal Beisebekov, Grirori Sartakov, Bauyrzhan Islamakhan (fyrirliði), Islambek Kuat, Stanislav Lunin, Roman Murtazayev, Toktar Zhangylyshbay.

Varamenn Kasakstans: Stanislav Pavlov (M), Rafkat Aslan, Igor Pikalkin, Evgeny Levin, Aleksandr Ulshin, Vitali Li og Ilya Kalinin.

Helstu atriði leiksins

14:55 - LEIK LOKIÐ. Ísland tapar fyrir Kasakstan 3:2.

14:53 - Emil Atlason fer meiddur af velli. Emil Pálsson kemur inn á í hans stað. Þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

14:50 - 3:2. Islambek Kuat skorar fyrir Kasakka á 89. mínútu eftir stoðsendingu Aleksandr Ulshin.

14:47 - RAUTT SPJALD. Stanislav Lunin í liði Kasakstan fær annað gula spjaldið sitt í leiknum og þar með rautt. Spjaldið kemur á 86. mínútu. Nú er spurning hvort Íslendingar geti nýtt sér muninn og skorað sigurmark.

14:46 - Emil Atlason kemur inn á í stað Arnórs Inga Traustasonar á 85. mínútu.

14:45 - Rúnar Alex ver skot frá Aleksandr Ulshin sem kominn er inn á sem varamaður. Fimm mínútur eru eftir af leiknum.

14:28 - 2:2. Hjörtur Hermannsson jafnar metin á 67. mínútu eftir stoðsendingu Arnórs Ingva Traustasonar. Markið kom eftir hornspyrnu. Frábær endurkoma hjá íslenska liðinu. Eitt stig út úr leiknum væri mikilvægt. Það er þó góður tími til að bæta við sigurmarki.

14:21 - 2:1. Hólmbert Aron Friðjónsson minnkar muninn í 2:1 með marki fyrir Ísland á 60. mínútu. Sverrir Ingi Ingason átti stoðsendinguna. Íslendingar eru að braggast. Hálftími eftir af leiknum og nógur tími til stefnu til að bjarga í það minnsta einu stigi.

14:18 - Hólmbert Aron með skot á mark sem Pokatilov ver. 57 mínútur eru liðnar af leiknum og Kasakstan enn 2:0 yfir.

14:09 - Síðari hálfleikur er hafinn. Árni Vilhjálmsson kemur inn fyrir Kristján Gauta Emilsson í fremstu víglínu.

13:52 - Króatíski dómarinn hefur flautað til hálfleiks. Kasakstan hefur yfir 2:0 og ljóst að Íslendingar verða að hafa sig alla við í síðari hálfleik, ætli þeir sér stig út úr þessum leik.

13:44 - Abzal Beisebekov á skot á íslenska markið sem Rúnar Alex Rúnarsson ver.

13:40 - Arnór Ingvi Traustason á skot á mark, Pokatilov markvörður Kasakka ver.

13:16 - Hólmbert Aron Friðjónsson á skot á markið, en Stas Pokatilov ver.

13:12 - 2:0. Roman Murtazayev kemur Kasakstan í vænlega stöðu. Skorar annað mark leiksins á 12. mínútu. Íslenska liðið heillum horfið.

13:11 - Orri Sigurður Ómarsson á skot framhjá marki Kasakstans.

13:08 - Arnór Ingvi Traustason á skot yfir mark Kasakstans.

13:06 - 1:0. Stanislav Lunin kemur Kasökkum yfir eftir mistök í vörn Íslands. Rúnar Alex markvörður rennur til og missir af boltanum, Lunin var fljótur að átta sig og nýtti sér mistökin með því að skora mark. Ekki góð byrjun hjá íslenska liðinu. Markið kemur á 7. mínútu.

13:00 - Leikurinn er hafinn. Domagoj Vuckov dómari frá Króatíu hefur flautað leikinn á.

*Þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í september vann Ísland 2:0 sigur. Arnór Ingvi Traustason og Emil Atlason skoruðu mörk Íslands í þeim leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert