Jafnt í Garðabænum

Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson í baráttunni við Stjörnumennina Þorra Geir …
Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson í baráttunni við Stjörnumennina Þorra Geir Rúnarsson og Atla Jóhannsson í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Stjörnumönnum mistókst að innbyrða sigur í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar þegar Blikar komu í heimsókn á Samsung-völlinn. Leikar enduðu 2:2. Með stiginu kemst Stjarnan engu að síður í toppsæti deildarinnar. Blikar fengu dýrmætt stig í botnbaráttunni. 

Stjörnumenn komust yfir með marki frá Ólafi Karli Finsen úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Blikar mættu ákveðnir til leiks og Guðjón Pétur Lýðsson og Damir Muminovic skoruðu með skömmu millibili í upphafi síðari hálfleiks.

Stjörnumenn sóttu nokkuð þegar líða fór á leikinn og Veigar Páll Gunnarsson, sem kom inná í hálfleik, skoraði jöfnunarmarkið með skalla undir lok leiksins.

Með stiginu komast Stjörnumenn, í það minnsta um stundarsakir, upp fyrir FH í toppsæti deildarinnar.

Blikar fjarlægjast falldrauginn og eru nú fjórum stigum fyrir ofan Fram með 19 stig.

Þrír leikir voru á dagskrá í Pepsi-deildinni í dag og að vanda var fylgst með gangi mála í þeim öllum í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI þar sem jafnframt birtust skemmtileg tíst af Twitter og ýmiss konar fróðleikur tengdur leikjunum.

Stjarnan 2:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Jafntefli niðurstaðan í fjörugum leik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert