Heimir skrifaði undir við FH

Heimir Guðjónsson og Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH handsala samninginn.
Heimir Guðjónsson og Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH handsala samninginn. Ljósmynd/fh.is

Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið.

Heimir hefur þjálfað FH-liðið frá árinu 2008 en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari liðsins frá árinu 2006 og leikmaður frá árinu 2000.

FH hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari undir stjórn Heimis og einu sinni bikarmeistari.

mbl.is