Ný andlit í íslenska landsliðshópnum

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýra Íslandi í þremur leikjum ...
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýra Íslandi í þremur leikjum í mánuðinum. mbl.is/Golli

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag tvo landsliðshópa fyrir komandi vináttuleiki í janúar. Eru þeir liður í undirbúningi Íslands fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi í sumar.

Annar hópurinn heimsækir Sameinuðu arabísku furstadæmin í næstu viku og mætir þar heimamönnum og Finnlandi í tveimur leikjum. Í lok mánaðarins mætir Ísland svo liði Bandaríkjanna ytra og fer hinn hópurinn í það verkefni. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því eru hóparnir að mestu skipaðir leikmönnum sem leika á Norðurlöndunum.

Meðal þeirra sem eiga ekki landsleik og eru valdir eru Haraldur Björnsson, Andrés Már Jóhannesson, Emil Pálsson og Garðar Gunnlaugsson.

Fyrri hópurinn sem mætir Finnum 13. janúar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum 16. janúar:

Markverðir: Gunnleifur Gunnleifsson, Ingvar Jónsson, Haraldur Björnsson.

Varnarmenn: Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Kristinn Jónsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Sölvi Geir Ottesen, Haukur Heiðar Hauksson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Andrés Már Jóhannesson.

Tengiliðir: Eiður Smári Guðjohnsen, Theódór Elmar Bjarnason, Rúnar Már Sigurjónsson, Björn Daníel Sverrisson, Elías Már Ómarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Arnór Ingvi Traustason, Emil Pálsson.

Framherjar: Matthías Vilhjálmsson, Viðar Örn Kjartansson, Kjartan Henry Finnbogason, Garðar Gunnlaugsson.

Seinni hópurinn sem mætir Bandaríkjunum 31. janúar er minni. Þeir sem fara í fyrri verkefnin geta hins vegar komið upp í þann seinni einnig, en það verður ákveðið þegar nær dregur.

Markverðir: Gunnleifur Gunnleifsson, Ögmundur Kristinsson

Varnarmenn: Ari Freyr Skúlason, Hallgrímur Jónasson, Hjörtur Hermannsson, Birkir Már Sævarsson.

Tengiliðir: Kristinn Steindórsson, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Oliver Sigurjónsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason.

Framherjar: Aron Elís Þrándarson.

mbl.is

Bloggað um fréttina