Jón Jónsson undirritar nýjan samning

Jón Ragnar Jónsson í leik með FH.
Jón Ragnar Jónsson í leik með FH. mbl.is/Eva Björk

Jón Ragnar Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild FH sem gildir út leiktíðina.

Jón tók sér frí frá fótbolta í fyrra en hefur verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjum FH í Pepsi-deildinni. Hann er uppalinn hjá félaginu en lék einnig fjögur sumur með liði Þróttar í Reykjavík.

Jón á að baki 90 leiki í efstu deild með FH og Þrótti þar sem hann hefur skorað eitt mark.

mbl.is