Eiga menn erindi í efstu deild?

Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA.
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er eins og gefur að skilja svekktur,“  sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, eftir 1:0 tap fyrir ÍBV á Akranesi í dag þegar leikið var í 16. umferð efstu deildar karla, Pepsi-deildinni. 

„Eins og ég bjóst við var þetta barningsleikur hjá liðum sem þurftu nauðsynlega sigur og eftir á að hyggja er ég ekki sáttur við hvernig við komum inn í leikinn, sérstaklega fyrstu sextíu mínúturnar en mér fannst koma líf í okkur síðasta hálftímann en það var bara of seint.“

Ekki er öll von Skagamanna úti enn, 6 leikir eftir og fullt af stigum en þjálfarinn er ekki viss. „Er nóg eftir, það er spurning.  Við verðum heldur betur að bæta í því þetta var úrslitaleikur í dag á móti liði sem var þremur stigum fyrir ofan okkur og ef menn eru ekki tilbúnir í að leggja meira fram en þetta þá verða menn að spyrja sig hvort við eigum erindi í þetta.“

mbl.is