Birkir Már kom feðgum á óvart

Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson gladdi stuðningsmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu í dag. Magnús Guðmundsson, oftast kallaður Maggi peran, lýsti yfir vonbrigðum sínum á Twitter í dag, þar sem hann náði ekki í miða á leikinn gegn Kosóvó í undankeppni HM.

Birkir Már sá færsluna og ákvað að hafa samband við Magnús og gefa honum og syni hans, Úlfi, miða á leikinn. Hér að neðan má sjá mynd af hæstánægðum Úlfi og skilaboðin sem Birkir sendi. 

mbl.is