Guðmundur Steinn í Stjörnuna

Guðmundur Steinn skrifar undir samning við Stjörnuna.
Guðmundur Steinn skrifar undir samning við Stjörnuna. Ljósmynd/twitter-síða Stjörnunnar

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson er genginn í raðir Stjörnunnar og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið.

Guðmundur Steinn kemur til Stjörnunnar frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var fyrirliði á síðustu leiktíð og endaði sem markahæsti leikmaður liðsins í Pepsi-deildinni með átta mörk í 18 leikjum.

Guðmundur Steinn er 28 ára gamall sóknarmaður sem hóf feril sinn með Val og lék með liðinu frá 2007-10. Þá hefur hann leikið með HK, Fram og ÍBV.

Guðmundur Steinn er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan fær til liðs við sig fyrir átökin á næstu leiktíð en Þorsteinn Már Ragnarsson kom frá Víkingi Ólafsvík og markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson frá Selfossi. Liðið gæti hins vegar misst Hólmbert Aron Friðjónsson en norska úrvalsdeildarliðið Aalesund er á höttunum eftir honum og þá er Ólafur Karl Finsen genginn í raðir Íslandsmeistara Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert