Sex fengu nýliðamerki KSÍ

Frá vinstri: Jóhannes Ólafsson, stjórnarmaður í KSÍ, Samúel Kári Friðjónsson, …
Frá vinstri: Jóhannes Ólafsson, stjórnarmaður í KSÍ, Samúel Kári Friðjónsson, Anton Ari Einarsson, Mikael Neville Anderson, Andri Rúnar Bjarnason, Felix Örn Friðriksson, Hilmar Árni Halldórsson og Rúnar Vífill Arnarson, formaður landsliðsnefndar. Ljósmynd/KSÍ

Sex leikmenn léku sinn fyrsta landsleik með A-landsliði karla í leikjunum tveimur gegn Indónesíu og fengu afhent nýliðamerki KSÍ.

Þetta voru þeir Samúel Kári Friðjónsson, Anton Ari Einarsson, Mikael Neville Anderson, Andri Rúnar Bjarnason, Felix Örn Friðriksson og Hilmar Árni Halldórsson. 

Íslendingar unnu fyrri leikinn gegn úrvalsliði Indónesíu, 6:0, og þann síðari gegn landsliði Indónesíu í gær, 4:1, þar sem Albert Guðmundsson skoraði þrennu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert