FH-ingar sömdu við Lewis

Zeiko Lewis.
Zeiko Lewis. Ljósmynd/FH

FH-ingar hafa samið við Zeiko Lewis landsliðsmann frá Bermúda og gildir samningur hans við Hafnarfjarðarliðið út tímabilið.

Lewis hefur verið reynslu hjá FH-ingum síðustu vikurnar og fór með liðinu í æfingaferð til Spánar á dögunum.

Lewis var á samn­ingi hjá New York Red Bulls í Banda­ríkj­un­um og spilaði með varaliði fé­lags­ins í USL-deild­inni sem er næsta deild fyr­ir neðan MLS-deild­ina. Hann er 22 ára gamall lágvaxinn kantmaður sem hefur skorað 4 mörk í 14 leikjum með landsliði Bermúda. Fyrsta landsleikinn lék hann aðeins 16 ára gamall, gegn Trínidad og Tóbagó í undankeppni HM og kom þá inná sem varamaður fyrir Nahki Wells, núverandi samherja Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley.

mbl.is