Byrjunarlið Íslands klárt

Harpa Þorsteinsdóttir byrjar í kvöld
Harpa Þorsteinsdóttir byrjar í kvöld AFP

Freyr Alexandersson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Slóveníu sem fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í kvöld.

Freyr stillir upp í leikkerfið 4-3-3. Guðbjörg Gunnarsdóttir byrjar í marki. Í vörninni eru Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir. Á miðjunni eru Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Jónsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. Fremstu þrjár eru þær Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.   

mbl.is