Blikar unnu bug á öfl­ug­um Fylk­is­mönn­um

Aron Bjarnason rekur boltann í átt að Fylkismönnum á Kópavogsvelli ...
Aron Bjarnason rekur boltann í átt að Fylkismönnum á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik sótti á topplið Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með 2:0-sigri á Fylki í 9. umferðinni á Kópavogsvelli í kvöld. Munar áfram einu stigi á toppliðinum tveimur en Valsarar unnu ÍBV í Vestmannaeyjum fyrr í dag, 1:0.

Gestirnir úr Árbænum hófu leikinn af miklu krafti, pressuðu hátt á vellinum og þvinguðu leikmenn Breiðabliks til að gera mistök er þeir reyndu að spila boltanum út úr vörninni. Það skilaði þó ekki marki, jafnvel þó Fylkir hafi fengið 11 hornspyrnur í hálfleik.

Heimamenn fengu þó sín færi líka, Gísli Eyjólfsson átti bylmingsskot í þverslá og Sveinn Aron Guðjohnsen skallaði sömuleiðis í slánna eftir hornspyrnu en nær komust liðin ekki og var markalaust í hálfleik.

Það voru svo Blikar sem brutu loks ísinn á 45. mínútu með laglegu marki. Andri Rafn Yeoman átti þá fínan sprett upp vinstri kantinn, gaf hann á Willum Þór Willumsson, fékk hann aftur og skoraði með fínu skoti í fjærhornið innan vítateigs.

Heimamenn tvöfölduðu svo forystuna og innsigluðu stigin þrjú tíu mínútum fyrir leikslok þegar Willum Þór skoraði af stuttu færi eftir skallasendingu frá Sveini Aroni.

Breiðablik er áfram í 2. sætinu með 17 stig, einu stigi frá toppliði Vals. Fylkismenn eru áfram í 6. sæti með 11 stig.

Breiðablik 2:0 Fylkir opna loka
90. mín. Leik lokið Þetta var ekki besti leikur Breiðabliks en góð mörk frá Andra og Willum innsigluðu engu að síður stigin þrjú. Fylkismenn geta verið svekktir, spiluðu vel en fara tómhentir heim.
mbl.is