Mikkelsen í Breiðablik

Thomas Mikkelsen og Ágúst Gylfason við undirskriftina í gær.
Thomas Mikkelsen og Ágúst Gylfason við undirskriftina í gær. Ljósmynd/Blikar.is

Danski framherjinn Thomas Mikkelsen hefur skrifað undir leikmannasamning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Thomas sem er stór og sterkur framherji kemur frá skoska liðinu Dundee Utd. Daninn er 28 ára gamall og er tæplega 190 sentímetrar á hæð. Hann er fljótur og sterkur og á örugglega eftir að setja mark sitt á Pepsí-deildina.

Blikar leystu króatíska framherjann Hrvoje Tokić undan samningi og því kemur Thomas í hans stað í baráttuna í framlínunni. Hann verður orðinn löglegur með Blikaliðinu 15. júlí. Fyrsti leikur hans verður því að öllum líkindum gegn Fjölni á Kópavogsvelli mánudaginn 16. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert