Sævar Atli hetja Leiknismanna

Sævar Atli Magnússon skoraði tvö.
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Leiknir frá Reykjavík vann góðan 2:0-útisigur á Haukum í Inkasso-deild karla í fótbolta í dag. Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis.

Sævar kom Leikni yfir strax á 15. mínútu og hann var aftur á ferðinni á 67. mínútu og þar við sat. 

Bæði lið eru nú með 13 stig, Haukar í fimmta sæti og Leiknir í sjöunda sæti. 

mbl.is