ÍA mistókst að fara á toppinn

Skagamaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason á fleygiferð með boltann fyrr í …
Skagamaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason á fleygiferð með boltann fyrr í sumar. mbl/Arnþór Birkisson

Skagamönnum mistókst að skella sér í toppsæti 1. deildarinnar í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, eftir að þeir gerðu markalaust jafntefli gegn Leikni í Breiðholtinu.

Þórsarar skelltu sér á toppinn fyrr í dag með 4:1-sigri á Haukum en ÍA er í þriðja sætinu með 24 stig. HK er í öðru sæti með 25 stig og Þór efst með 26. HK á þó leik til góða af þessum liðum. Leiknir er í 7. sæti með 14 stig.

Í hinum leik kvöldsins í 1. deildinni gerðu Framarar sér góða ferð á Selfoss og unnu heimamenn 3:1. Gestirnir komust í þriggja marka forystu með mörkum frá Helga Guðjónssyni, Guðmundi Magnússyni og Tiago Fernandes áður en Gilles Mbang Ondo klóraði í bakkann fyrir Selfoss.

Fram fer upp í 5. sætið með sigrinum og er nú með 17 stig eftir tólf leiki. Selfoss er áfram í 9. sæti með 11 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert