Felix Örn á leiðinni til Vejle í Danmörku

Felix Örn Friðriksson (t.h).
Felix Örn Friðriksson (t.h). mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Knattspyrnumaðurinn Felix Örn Friðriksson er á leiðinni til danska úrvalsdeildarliðsins Vejle en Páll Þ. Hjarðar, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, staðfesti þetta við mbl.is rétt í þessu.

Felix Örn er 19 ára gamall vinstri bakvörður og hefur hann verið fastamaður í liði ÍBV undanfarin sumur og spilað 44 leiki fyrir liðið í efstu deild. Hann hefur spilað átta leiki með U21 árs landsliði Íslands og lék sína fyrstu og einu tvo A-landsleiki í byrjun árs.

Felix hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV en hann heldur til Danmerkur í vikunni. Páll segir alls óvíst hvort ÍBV reyni að fá nýjan leikmann til liðsins en félagsskiptaglugginn er opinn til mánaðamóta. Það kemur þó vel til greina, finni liðið rétta leikmanninn.

Páll viðurkenndi að það væri leiðinlegt að sjá á eftir Felix en að sama skapi er um frábært tækifæri fyrir ungan Eyjamann að ræða og eru allir innan ÍBV stoltir af því.

Vejle tryggði sér sæti í efstu deild í Danmörku á síðustu leiktíð og hefur unnið einu sinni og gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert