„Þeir löbbuðu í gegnum hjarta varnarinnar“

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis. Þórir Tryggvason

„Auðvitað breytir rauða spjaldið leiknum því einmitt á því mómenti í leiknum fannst mér við ofan á í leiknum og við vorum að skapa okkur góð færi og óheppnir að skora ekki,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 0:2 tap gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld.

Sjá frétt mbl.is: Torsóttur Stjörnusigur í Árbænum

Það gerir okkur auðvitað erfitt fyrir gegn toppliði Stjörnunnar að vera manni færri síðustu 20 mínúturnar, en ég er stoltur af strákunum fyrstu 70 mínúturnar. Þeir stóðu sig vel en því miður datt þetta Stjörnumegin í dag. Mér fannst svo markið sem við fengum á okkur heldur ódýrt, þeir labba í gegnum hjarta varnarinnar. Ég er mjög ósáttur með það en ég er ánægður með vinnuframlag minna manna í dag.

Hvað fannst Helga um rauða spjaldið?

„Ég veit það ekki alveg, miðað við það sem ég hef heyrt þá gæti þetta vippað í báðar áttir en í dag var þetta rautt spjald. 

Síðustu þrír leikir hafa verið fínir hjá Fylki, hvað hefur liðið verið að gera vel?

„Við höfum aðallega verið að þétta varnarleikinn, þétta bilið á milli miðju og varnar og miðju og sóknar. Síðan hefur margt orðið betra með tilkomu Ólafs Inga auðvitað,“ sagði Helgi.

mbl.is