Tindastóll upp um deild

Krista Sól Nielsen spilaði í dag.
Krista Sól Nielsen spilaði í dag. Ljósmynd/Facebook-síða Tindastóls

Tindastóll tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild kvenna í knattspyrnu eftir 2:1-sigur á Einherja á Vopnafirði í 2. deildinni í dag. Þrátt fyrir að Tindastóll eigi tvo leiki eftir í deildinni er sæti þeirra í 1. deildinni tryggt. 

Einherji byrjaði betur í dag og Aubri Williamson kom liðinu yfir á 21. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Murielle Tiernan og Bryndís Rut Haraldsdóttir skoruðu hins vegar með fjögurra mínútna millibili í síðari hálfleik og tryggðu Tindastóli sigurinn. 

mbl.is