Eyjólfur blæs áfram til sóknar

Felix Örn Friðriksson, Axel Óskar Andrésson og Arnór Sigurðsson eru ...
Felix Örn Friðriksson, Axel Óskar Andrésson og Arnór Sigurðsson eru áfram í byrjunarliði Íslands. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Eyjólfur Sverrisson þjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið U21-landsliðs karla í knattspyrnu sem mætir Slóvakíu á KR-velli kl. 15.30 í dag.

Byrjunarliðið er sóknarsinnað, skipað sömu leikmönnum og unnu Eistlendinga 5:2 á Kópavogsvelli í síðustu viku. Eyjólfur benti á í viðtali við mbl.is á sunnudag að Ísland þyrfti á sigri að halda í dag, og í síðustu tveimur leikjum sínum í október, til að eiga möguleika á að komast í lokakeppni EM.

Mark: Aron Snær Friðriksson.

Vörn: Alfons Sampsted, Torfi Tímoteus Gunnarsson, Axel Óskar Andrésson, Felix Örn Friðriksson.

Miðja: Arnór Sigurðsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson.

Sókn: Mikael Neville Anderson, Óttar Magnús Karlsson, Jón Dagur Þorsteinsson.

mbl.is