Beygðu silfurskeið Stjörnunnar

Breiðablik og Stjarnan eigast við í bikarúrslitum annað kvöld.
Breiðablik og Stjarnan eigast við í bikarúrslitum annað kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Bikarúrslitaleikur Stjörnunnar og Breiðabliks í karlaflokki í knattspyrnu fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld kl. 19:15. Stuðningsmenn Stjörnunnar hituðu upp fyrir leikinn með því að birta stóra auglýsingu fyrir framan æfingasvæði Breiðabliks. 

Á auglýsingunni stóð stórum stöfum „Frá Stjörnunni ég aldrei vík!“ og merki Stjörnunnar fyrir neðan. Nú hafa stuðningsmenn Breiðabliks svarað með myndbandi á BikarTV-reikningi sínum á Youtube. 

Í myndbandinu má sjá Heiðar B. Heiðarsson stela silfurskeið Stjörnunnar og fá vel valda stuðningsmenn til að reyna að beygja hana. Afraksturinn má sjá hér að neðan. 

mbl.is