Sam Hewson á leið í Fylki?

Helgi Valur Daníelsson og Sam Hewson gætu orðið liðsfélagar á ...
Helgi Valur Daníelsson og Sam Hewson gætu orðið liðsfélagar á næstu leiktíð. mbl.is/Valli

Enski knattspyrnumaðurinn Sam Hewson gæti verið á leið í Fylki en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Samkvæmt fótbolta.net hefur Hewson verið í viðræðum við Fylkismenn að undanförnu en leikmaðurinn er samningslaus.

Hewson lék með Grindavík í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og var hann valinn besti leikmaður Grindavíkur í lokahófi félagsins. Fylkir er ekki eina félagið sem hefur sýnt honum áhuga en bæði lið í úrvalsdeildinni og á Norðurlöndunum hafa sýnt honum áhuga.

Hewson er 30 ára gamall en hann kom til Íslands árið 2011 og samdi við Fram. Hann hefur spilað með Fram, FH og Grindavík hér á landi en hann er uppalinn hjá Manchester United á Englandi.

mbl.is