Jón Sveinsson tekur við Fram

Jón Þórir Sveinsson er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram.
Jón Þórir Sveinsson er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram. Ljósmynd/Fram

Jón Þórir Sveinsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram í 1. deild karla í knattspyrnu en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Jón Þórir skrifar undir þriggja ára samning við félagið en hann er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins.

Hann spilaði alls 312 leiki fyrir Fram og þá spilaði hann sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 1983. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og þrívegis bikarmeistari. 

Jón var aðstoðarþjálfari Þorvaldar Örlygssonar hjá félaginu árið 2009 en hann hefur þjálfað þriðja flokk félagsins frá árinu 2017. Jón tekur við liðinu af Pedro Hipólito sem tók við þjálfun ÍBV fyrr í þessum mánuði en Fram endaði í níunda sæti 1. deildarinnar í sumar með 24 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert