KSÍ boðar til fundar í dag

Íslenska kvennalandsliðið er að fá nýjan þjálfara.
Íslenska kvennalandsliðið er að fá nýjan þjálfara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til fréttamannafundar í höfuðstöðvum sínum í dag þar sem nýr þjálfari kvennalandsliðsins verður kynntur til leiks.

Jón Þór Hauksson, sem var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar, verður þá að öllum líkindum opinberaður sem nýr landsliðsþjálfari en það hefur legið í loftinu undanfarna daga. Meiri dulúð ríkir hins vegar um hver verður aðstoðarþjálfari hans, eftir að Ásthildur Helgadóttir er sögð hafa hafnað stöðunni á dögunum.

Freyr Alexandersson lét af störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í síðasta mánuði og tók við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Síðan þá hefur KSÍ leitað arftaka hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert