Kann að meta traustið

Kolbeinn Sigþórsson, Hörður Björgvin Magnússon og Thomas Meunier í leik …
Kolbeinn Sigþórsson, Hörður Björgvin Magnússon og Thomas Meunier í leik Íslands og Belgíu í október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að Kolbeinn Sigþórsson sé úti í kuldanum hjá franska liðinu Nantes og fái einungis að æfa með varaliðinu er hann í íslenska landsliðshópnum sem í gær hóf undirbúninginn fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeild UEFA sem fram fer í Brussel á fimmtudaginn og fjórum dögum síðar mæta Íslendingar liði Katar í vináttuleik.

„Staðan er óbreytt hjá mér hvað Nantes varðar nema að ég fæ að æfa með varaliðinu, ef við tökum svona eitthvað jákvætt úr þessu. Vonandi kemur í ljós í janúar hvar ég enda. Ég er bjartsýnn á að geta farið frá Nantes í janúarglugganum. Það hefur verið sýndur áhugi á mér alls staðar úr heiminum má segja en ég verð svo bara að sjá hvað sé best fyrir mig að gera í janúar,“ sagði Kolbeinn í samtali við Morgunblaðið eftir æfingu landsliðsins í gær.

Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn á nýjan leik eftir að Svíinn Erik Hamrén tók við þjálfun landsliðsins af Heimi Hallgrímssyni en Kolbeinn lék sinn fyrsta leik frá því á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 þegar hann kom inná í 3:0 tapinu gegn Belgum í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hann kom svo inná í seinni hálfleik í 2:2 vináttuleiknum á móti Frökkum en var ónotaður varamaður í 2:1 tapinu á móti Svisslendingum á Laugardalsvelli. Kolbeinn hefur spilað 46 leiki og er annar markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 22 mörk.

Nánar er rætt við Kolbein í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert