Blikar halda áfram að semja

Heiðdís Lillýardóttir.
Heiðdís Lillýardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks halda áfram að framlengja samninga við lykilmenn sína eftir að keppnistímabilinu lauk nú í haust. Sú nýjasta til að munda pennann í Kópavoginum er Heiðdís Lillýardóttir.

Heiðdís er 22 ára gömul og hefur spilað með Blikum síðastliðin tvö sumur, en áður spilaði hún með Selfossi og Hetti á Egilsstöðum. Hún spilaði 17 af 18 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar og spilaði alla leiki liðsins í bikarkeppninni, en Blikar lönduðu báðum titlunum.

Heiðdís er fimmti leikmaður Breiðabliks sem hefur framlengt samning sinn í haust. Áður höfðu þær Alexandra Jóhannsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Fjolla Shala og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skrifað undir nýja samninga við félagið.

mbl.is