Sandiford aftur til Íslands

Chanté Sandiford ver frá Söndru Maríu Jessen í leik með ...
Chanté Sandiford ver frá Söndru Maríu Jessen í leik með Selfossi gegn Þór /KA. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Chanté Sandiford, landsliðsmarkvörður Guyana í knattspyrnu, snýr aftur til Íslands eftir eins árs fjarveru og hefur samið við Hauka um að leika með þeim í 1. deildinni á næsta keppnistímabili.

Sandiford, sem er 28 ára gömul, lék með Selfyssingum í þrjú ár og spilaði alla 54 leiki liðsins í deildakeppninni frá 2015 til 2017, tvö tímabil í úrvalsdeild og eitt í 1. deild, og var um skeið fyrirliði Selfossliðsins.

Hún fór til Avaldsnes, eins sterkasta liðs Noregs, fyrir síðasta tímabil en var varamarkvörður liðsins og spilaði sex deildaleiki af 22 á síðasta keppnistímabili, ásamt því að spila einn leik í Meistaradeild Evrópu.

mbl.is