Willum til Hvíta-Rússlands?

Willum Þór Willumsson átti mjög gott tímabil á síðasta ári.
Willum Þór Willumsson átti mjög gott tímabil á síðasta ári. mbl.is/Hari

Knattspyrnufélagið BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Willum Þór Willumssyni, efnilegasta leikmanni Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Frá þessu greinir Breiðablik á Twitter-síðu sinni. Þar segir jafnframt að Willum muni á næstu dögum halda utan og kanna aðstæður hjá BATE Borisov. Lítist honum á þær má ætla að hann samþykki að gerast leikmaður félagsins.

BATE er yfirburðalið í Hvíta-Rússlandi og hefur unnið meistaratitilinn þar í landi þrettán ár í röð. Liðið er komið í 32ja liða úrslit Evrópudeildar UEFA og mætir þar Arsenal í fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn. Félagið hefur komist fjórum sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og fimm sinnum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert