Fyrsti sigur Grindavíkur

Aron Jóhannsson skoraði tvö fyrir Grindavík.
Aron Jóhannsson skoraði tvö fyrir Grindavík. mlb.is/Eggert Jóhannesson

Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Lengjubikar karla í fótbolta í ár er liðið mætti Magna í Akraneshöllinni í 1. riðli. Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík áður en Hilmar McShane gerði það þriðja í blálokin. 

Leiknir R. og Þór skildu jöfn, 1:1, í sama riðli. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir með marki úr víti og Aron Kristófer Lárusson jafnaði fyrir Þór á 54. mínútu, en leikurinn fór fram í Egilshöllinni. 

Þór er í toppsæti riðilsins með fjögur stig, þar á eftir koma Grindavík, ÍA og Stjarnan með þrjú stig, Leiknir með eitt og Magni er án stiga. 

Í 3. riðli hafði KA betur á móti Fram í Egilshöllinni, 2:1. Markaskorarar leiksins lágu ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð. KA er í toppsæti riðilsins með sex stig en Fram er án stiga á botninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert