Olsen skaut FH í undanúrslit

Brandur Olsen skoraði sigurmark FH í dag. Hér er hann …
Brandur Olsen skoraði sigurmark FH í dag. Hér er hann í baráttunni við Davíð Ingvarsson. mbl.is/Eggert

FH er komið í undanúrslit í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 2:1-sigur á Breiðabliki í Fífunni í dag. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi í undanúrslit úr 4. riðli. 

Atli Guðnason kom FH yfir með eina marki fyrri hálfleiksins, en Daninn Thomas Mikkelsen jafnaði metin á 70. mínútu úr víti. Hinn færeyski Brandur Olsen skoraði hins vegar sigurmark FH á 76. mínútu og tryggði liðinu toppsæti riðilsins.

Keflavík og Grótta mættust í sama riðli og skildu jöfn, 1:1, á Seltjarnarnesi. Keflavík endar í þriðja sæti með átta stig og Grótta í fjórða sæti með fjögur stig. 

Fylkir hélt lífi í 2. riðli með 1:0-sigri á Víkingi Ólafsvík á Ólafsvíkurvelli. Fyrir vikið fór Fylkir upp í 11 stig og toppsæti riðilsins. KR mætir Þrótti á morgun og dugir jafntefli til að fara upp fyrir Fylki og í undanúrslitin, þar sem FH yrði andstæðingurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert