Ísland einum sigri frá EM – Andri með þrennu

Byrjunarlið íslenska liðsins í dag.
Byrjunarlið íslenska liðsins í dag. Ljósmynd/KSÍ

Ísland er í afar góðum málum í millriðli sínum í undankeppni Evrópumóts karla 17 ára og yngri eftir 3:3-jafntefli við heimamenn í Þýskalandi í 4. riðli í dag. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði öll mörk íslenska liðsins. 

Karim Adeyemi kom Þjóðverjum yfir strax á sjöttu mínútu en Andri jafnaði með sínu fyrsta marki tólf mínútum síðar. Þjóðverjar voru hins vegar með 2:1-forystu í hálfleik þar sem Malik Tillman skoraði í blálok fyrri hálfleiks. 

Það tók Andra Lucas aðeins fimm mínútur að jafna leikinn í seinni hálfleik með marki úr víti, en aftur komst þýska liðið yfir á 58. mínútu með marki Jannis Lang. Aðeins þremur mínútum síðar fullkomnaði Andri þrennu sína með öðru marki úr víti og þar við sat. 

Ísland er í toppsæti riðilsins með fjögur stig eftir tvo leiki og með sigri á Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn, gulltryggir liðið sér sæti í lokakeppninni sem fram fer á Írlandi í maí. 

mbl.is