Stelpurnar töpuðu fyrir Dönum

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Danmörku í dag.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Danmörku í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska stúlkna­landsliðið í knatt­spyrnu, skipað stúlk­um 17 ára og yngri, tapaði í dag fyrir Dönum 2:0 í öðrum leik sín­um í mill­iriðli Evr­ópu­keppn­inn­ar í þess­um ald­urs­flokki en leikið var í San Giuliano á Ítalíu.

Danir skoruðu mörkin á 35. og 67. mínútu og með sigrinum skutust þeir upp í efsta sæti riðilsins með 4 stig. Ísland er með 3, Slóvenía 1 og Ítalía ekkert en Ítalía og Slóvenía mætast síðar í dag.

Sigurliðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni EM í sumar en Ísland mætir Slóveníu í lokaleik sínum á miðvikudaginn og þá eigast einnig við Ítalía og Danmörk.

Byrjunarlið Íslands

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)

Hafrún Rakel Halldórsdóttir

Andrea Marý SIgurjónsdóttir

Elín Helena Karlsdóttir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Ída Marín Hermannsdóttir

Clara Sigurðardóttir (F)

María Catharina Ólafsd. Gros

Þórhildur Þórhallsdóttir

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert